Virk fjölskyldustefna brýnt verkefni á nýjum tímum.

Eitt af mikilvægustu verkefnunum verður að að byggja upp og tryggja  samfélag sem styður við einstaklingana og fjölskyldur við óvenjulegar aðstæður. Í ljósi þess að mörg þúsund einstaklinga hafa misst atvinnu verðum við að horfast í augu við þann raunveruleika að margfalt fleiri fjölskyldur þurfa almenna aðstoð við að halda sér á floti dag frá degi – andlega jafnt sem fjárhagslega. 

Virk fjölskyldustefna er ein grundvallarstoðin sem þarf að setja í stefnumótun fyrir samfélagið allt. Fjölskyldustefna sem tryggir að samfélagið vinni með fjölskyldunum. Atvinnulífið, skólakerfið, heilbrigðiskerfið – allir þessir þætti verða að vinna betur saman og setja sér sameiginleg markmið sem miða að almannaheill. 

Skólakerfið er þar afar mikilvægur hlekkur. Skólakerfið er sú stofnun samfélagsins sem allar fjölskyldur stóla á og öll ungmenni verja meirihluta tíma sínum innan. Skólakerfið þarf að verða sú stoð sem bakkar fjölskyldurnar upp - tengist þeim enn sterkari böndum og veiti alla þá grunnþjónustu sem fjölskyldur þurfa á að halda með börn sín.  

Það er mitt mat að innan skólakerfisins eigi að stefna að víðtækara stoðkerfi fyrir börn og þeirra fjölskyldur. Skólinn á að bera kjarna þeirrar þjónustu sem lítur að börnum. Ég vil sjá skólaheilsugæsluna virkari, ég vil sjá tannlæknaeftirlit koma inn í skólana, ég vil sjá virkari sálgæsluþjónustu innan skólanna. Ég vil að allar fjölskyldur hafi rétt á allri þessari grunnþjónustu í gegnum skóla barnsins með einum eða öðrum hætti. Ég tel afar mikilvægt að tómstundastarf barna verði tengt betur við skólakerfið. 

Ég vil að öll börn án nokkurrar aðgreiningar eigi rétt á sömu þjónustunni. Ég vil að foreldrar geti óskað eftir og fengið viðtöl og leiðbeiningar þess fagaðila hver svo sem hann er áður en mál eru komin í þrot. Forvarnarstefna sem mun skila arðsemi í betri líðan einstaklinganna.Kerfið á að standast þessa kröfu með skilvirkum hætti - við höfum mikla þörf fyrir þjált kerfi, opið kerfi þar sem foreldrar gera sig gildandi. 

Fjölskyldustefna snýst ekki síst um samvinnu atvinnulífsins og annarra stofnana sem koma að fræðslu og uppeldi barna. Samfélag foreldra og samfélag barna verða að vinna saman til að við tryggjum þétt samfélag með öryggi og velferð einstaklinganna að leiðarljósi. Að slíkri uppbyggingu er ég tilbúin að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband