Vestfirðingar allir?

Er ekki mál til komið að beina spjótunum einmitt að öllum þeim sem þó enn búa á Vestfjörðum?

Sjálf kem ég frá litlu þorpi sem tilheyrir Vestfjörðum þar var þegar ég var að alast upp; Kaupfélag, Bréfhirðing (pósthús), sjoppa í nágrenninu, 2 videoleigur sundlaug opin á kvöldin yfir vetrartímann, símstöð og banki.

Í dag 20 árum síðar í okkar líka þessu mikla velmegunarsamfélagi þá er staðan þannig í þessu litla bæjarfélagi hvað þjónustu varðar: verslun sem samanstendur af bensínstöð og sjoppu afar lítil kitra sem vart þekkist annarsstaðar í byggð sem þessari, engin bréfhirðing (pósthús), sundlaug sem er opin nokkur kvöld í viku og svo yfir sumarið, engin videoleiga, sjoppan og kaupfélagið er dáið, engin símstöð en enn sem komið er höfum við banka þó fyrir utan byggðan kjarna en litla þyrpingin fær bankann á staðinn 1 x viku.

Atvinnutækifærin í þessu litla og fámenna byggðarlagi eru helst; landbúnaður (en slíkt gengur ungt fólk ekki inn í fyrirhafnarlaust), þörungarverksmiðja, grunnskóli sem telur undir 40 börnum, leikskóli, dvalarheimili þar sem búa ca 15 einstaklingar, sjoppuverslun með 1 starfsmanni og síðan þau störf sem tilheyra hreppnum. 

Ekkert Marel hefur lagt upp laupana en öll þjónusta við þetta samfélag hefur þróast í öfuga átt, margt vegna einkavæðingarinnar - ekki sá pósturinn ástæðu til þess að halda úti almennilegri þjónustu við íbúana það var að sjálfsögðu allt of dýrt dæmi. En störfum fækkar og fólksfækkunin er veruleikinn. 

Unga fólkið sem ég ólst upp með hefur flutt og býr annars staðar fyrir utan 3-4 sem hafa náð að koma sér fyrir í þessum kjarna.

Getum við eitthvað gert? 


mbl.is Kallað eftir aðgerðum vegna Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband