Laumuspil Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef vonda tilfinningu fyrir ráðbruggi sjálfstæðismanna þessa dagana. Nú gerir Geir allt til þess að halda í Framsókn því það mun auðvitað þýða enn meiri völd til handa honum og hans flokki. Skelfilegt til þess að vita ef Framsókn lætur hafa sig út í slíkt.

Það er mér nánast um megn að hlusta á það hvernig Geir talar um fylgishrun Framsóknar... úfff fyrr má nú rota en dauðrota. Hvernig hljómaði þetta nú aftur... jú að tap Framsóknar væri ekki að sækja í frammistöðu þeirra í ríkistjórninni nei nei heldur miklu frekar að hér sé um að ræða innaflokksdeilur... Hver á að trúa þessum einlægu orðum Geirs?? Ekki ég... En völdum skulu þeir halda blessaðir og um það snýst málið... Sjálfstæðismenn munu ef af verður ná aldeilis tökum á landsstjórninni ha? Hvað ætli Framsóknarmenn hafi burðarafl til að stýra mörgum ráðuneytum með 7 þingmenn - hvaða rugl er þetta bara??

Það er mitt mat að ef samstarfið heldur þá eru Framsóknarmenn búnir að tapa öllu sem heitir sjálfsvirðing. Hvað verður um stefnumál flokksins? Þau verða að engu og einmitt þess vegna kýs þá enginn en það hræðilega við það er að það skiptir bara ekki nokkru einasta máli.

Framsóknarfólk - sýnið djörfung og dug og bjargið sálu ykkar með því að láta ekki glepjast í faðm valdagræðginnar!


mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurtalning 6 dagar..

Það er um margt að hugsa á slíkri stundu sem nú þegar einungis 6 dagar eru þar til staðreyndin blasir við og óvissunni verður eytt.

Ég vil sjá fólk kjósa um jafnrétti, jöfnuð og velferð. Við hljótum að vilja aðgerðir í þessum málaflokkum.

Við hljótum að vilja sjá aðrar niðurstöður meðal ungs fólks en þær að viðhorf þeirra til kvenna- og karlastarfa hafi færst aftur til fortíðar. Við verðum að fara að láta taka til hendinni innan skólakerfisins og mennta börn og unglinga. En ekki einungis tala um jafnrétti - þar er mikil gjá á milli.

Við hljótum að vilja sjá jafnari tækifæri fólks til menntunar og starfsframa. Þar sem einstaklingar óháð stöðu sinni geti sótt fram á veginn í starfi og mentun. Kjósum námsmannastyrki en ekki námslán. Kjósum menntastefnu sem gerir það áþreifanlegt fyrir ungt fólk að um jöfnuð er að ræða - kjósum fríar skólabækur á framhaldsskólastigi.

Við hljótum að vilja sjá alvlöru velferðakerfi þar sem fólk getur treyst því að heilbrigðikerfið virki sem skyldi. Að þjónustan við þá einstaklinga sem veikir eru sé tryggð á jafnréttisgrundvelli. Að einstaklingsmiðuð hjúkrunaþjónusta fái að blómstra - að eldri kynslóðin fái notið sín heima eins lengi vilja vill.

Við hljótum að vilja betri kost en þá ríkisstjórn sem nú ræður ríkjum. Þar má finna fallegt fólk en hugsjónir þeirra snúast ekki um velferð allra óháð efnahag...

Við hljótum að vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætiráðherra í vor - hún er kona frankvæmdana fyrir alla.


Gleðitíðindi.

Það lá alltaf í loftinu að fylgið við Samfylkinguna myndi fara vaxandi - við erum að tala um stjórnmálamenn sem hafa að taka á málum í umræðunna og setja fram markvissa stefnu í hverjum málaflokkinnum á fætur öðrum. Fagmanleg vinna sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Ég er nefnilega eiginnlega viss um að fólk er hætt að heyra ekki þessa frasa og nennir ekki að hlusta á einfaldleikan heldur vill miklu frekar fá ígrundaða stefnuskrá sem segir hvað og hvernig eigi að gera hlutina. Þannig vinnur Samfylkingin og þess vegna er hún á uppleið - hún er skýr og framsækinn kostur! Vorið er að koma....
mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún

Mikið var ég nú ánægð með foringjann okkar í Katljósinu í gær. Hún var svo hrein og bein, hressileg og afslöppuð. Flott til svara og einbeitt.

Það sem mér fannst gott að heyra var að hún myndi beita sér fyrir því að afmema þessi skrýtnu lög sem kveða á um að trúfélög megi ekki gifta samkynhneigða.. Ég er nefnilega frekar fúl út í þjóðkyrkjufólk sem halda áfram að mismuna mér. það er líka frekar sérstakt að fylgjast með þessari umnæðu að menn eins og biskupinn tali niður til mín vegna eigin fordóma að hann leyfi sér það hreinlega opinberlega.

En það er nefnilega þannig að Ingibjörg Sólrún var sú fyrsta sem kom fram með þingmál til handa réttindabaráttu lesbía og homma, minnir að það hafi verið árið 1991 ári áður en ég var að stíga mín fyrstu skref í nýjum heimi, búin að uppgötva sjálfa mig, hver ég var og fyrir hvað ég stóð.. það var ekkert sérlega létt í því umhverfi sem þá bauðst, til að skyggnast inn í það umhverfi má geta þess að málið var tekið fyrir á þingi að nálgast miðnætti tæpu ári eftir að hún lagið frumvarpið fram! Sérstakt og mjög merkilegt mál! En frumvaripið snérist um að afnema lög sem bönnuðu orðin lesbía og hommi í auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu... Hugsið bara út í það!

Ingibjörg Sórún er nefnilega konan sem þorir að taka fyrstu skrefin sem fáir aðrir gera.


Kosningamál??

Ég er ein af fjölmörgum sem tek þátt í skemmtiátakinu "Hjólað í vinnuna" það er bara gaman! En það er þó einn hængur á... Hjólreiðar eru ekki beint hentugar úti á "breiðgötunum hér allt í kringum mig... Ég er reindar heppin þar sem ég er afar snemma á ferð og því örfáir bílar sem taka fram úr mér, þar sem eina leiðin sem er fær á löngum kafla er aðalgatan. Ég er í Hafnarfirði og mér finnst göngustígamál og hjólreiðastígamálin þar til mikillar skammar.. Velti fyrir mér hvers vegna álverið hafi ekki frekar sett peninga í þá uppbyggingu heldur en auman disk með Bjögga Halldórs.. Það hefði örugglega skilað sér :-) en too late.. lán í óláni.

En þar sem hjólreiðar hafa nú áhrif á margt eins og minni svifriksmengun, betra hreysti fólks og hluti af almennir umhverfisstefnu..þá findist mér ótrúlega flott ef menn gerðu betur í þessum málum því það skilar sér til einstaklingsins heldur betur.... Kjósum heilbrigði og betri lýðheilsu í vor...

 

 


Af erlendu bergi brotin/n...

Umræðan um "útlendinga" á Íslandi er með ólíkindum þessa dagana. Frjálslindir tala "hreint út" eins og þeir segja og vilja að fólk átti sig á því að "þetta fólk" sé vandamál. Orðræðan er orðin þannig að allir eru farnir að segja "þetta fólk" um fólk af erlendu bergi og það sem meira er að "þetta fólk" virðist einungis vera vinnuafl. Það gleymist alvega að tala um fjölskyldurnar "þetta fólk" börnin sem eru undir skilgreiningunni "þetta fólk".

Ég hef ekki heyrt neinn tala um hvernig okkur gengur að aðlaga börn "þessa fólks" að okkar barnasamfélagi enda er væntanlega flestum nákvæmlega sama - eða hvað?

Vandamálið er nefnilega ekki "þetta fólk" vandamálið er stjórnarhættir, fyrirkomulag og eftirfylgni með öllum fjölskyldunum sem tilheyra "þessu fólki". Skólakerfið berst í bökkum og reynir hvað það getur að sinna menntun barna "þessa fólks". Hver er árangurinn þar? hvað eru það aftur mörg "þessi ungmenni" sem ná að fóta sig í framhaldsskóla? Ég man ekki töluna en ég man að það er skammarlegt.

Einhvern tímann var stefnan að kenna öllum erlendum börnum íslensku á sama hátt. Þá var stefnan sú að móðurmál erlendra barna skipti ekki máli í framgöngu þeirra í námi. Nú hefur því verið snúið við loksins og viðurkennt að móðurmálið skiptir öllu máli þ.e. góð undirstaða í eigin tungumáli er forsenda þess að vel geti tekist til í öllu öðru námi.

Menntamálaráðherra komst þannig að orði að við værum að sinna íslensku námi "þessa fólks" afar vel í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég er ansi hrædd um að hún hafi verið að tala um vinnuaflið og allt snúist um að vinnuaflið geti nú tjáð sig í miðri stíflunni svo allt keyri nú ekki um bak aftur.

Ég vona nú að pólitíkin fari nú að tala um málefni fólks af erlendu bergi með meiri virðingu og af einhverju viti.

 


Börnin í fyrsta sæti.

Ég var að lesa stefnuplagg Samfylkingarinnar Unga Ísland, um sýn flokksins á þau mál er varðar yngstu kynslóðina og fjölskyldur þeirra. Það verður breytt samfélag sem við komum til með að búa í eftir að Samfylkinginn kemst að í ríkistjórn nú í vor.

Samfélag þar sem hornsteinninn verður ekki einungis orð sem menn notast við á tillidögum heldur verður unnið í því að tryggja þennan hornstein og styrkja. Þannig að hver einstaklingur fái að eflast og þroskast á eigin forsendum óháð stöðu sinni. Við komum til með að vera hluti af samfélagi sem lætur sig málefni barna og ungmenna varða.

Ég hef ekki orðið vör við slíka framtíðarsýn hjá öðrum flokkum stjórnarflokkarnir eru náttúrulega mjög uppteknir við að láta verkin tala þessa dagana, ótrúlegt hvað margir hlutir komast í farveg svona rétt fyrir kosningar. Vinstri græn finnst mér alls ekkert hafa talað um barnamál þau hafa verið svo upptekin við það að halda uppi þeirri mýtu að þau séu þau einu sem hugsa um umhverfismál sem og að þau séu eina framboðið sem hafi kvenfrelsi að leiðarljósi. Ég er reyndar ánægð með hve margar ungar konur fá tækifæri hjá vinstri grænum, og flokkurinn hefur greinilega tekið markvissa ákvörðun um að leyfa ungu konunum að spreyta sig í fjölmiðlum og er það vel. Katrín Jakobs sést reyndar orðið afar sjaldan - kannski þykir hún ekki laða kjósendur að flokknum.

En niðurstaðan er alla vega sú að Samfylkingin er með málefnin meðan aðrir eru að gera út á eitthvða allt annað en pólitík...


Stjórnmálaflokkarnir og skólamál.

Mér fannst athyglisvert að heyra í fulltrúum stjórnmálaflokkanna í morgun þegar kom að skólamálum á fyrrnefndum fundi Viðskiptaráðs í morgun. Það er einhvern veginn þannig að enginn getur talað um ákveðnar leiðir eða áherslur sem eru framkvæmdamiðaðar.

Ótrúlegt en satt - þrátt fyrir að allir fulltrúarnir töluðu um mikilvægi þess að hafa gott skólakerfi fyrir börn og unglinga þá var ekki að heyra að neinn flokkanna væri með tilbúið plagg um málið. Það finnst mér ótrúlega sorglegt en það er líka það sem skýrir það hvers vegna skólakerfið er svo stirt sem raun ber vitni. Ákvarðanir eru ekki teknar með mið af staðfastri framtíðarsýn í skólamálum það er eins og það vanti algjörlega fólk í pólitíkina sem hefur metnað og einhverja fagsýn á menntamálin okkar. Mín tilfinning er að skólamálum sé sinnt af hálfum hug, kerfið sem fyrir er er látið hengslast áfram en breytingarnar til framtíðar eru engar.

Allir fulltrúar töluðu um aukna fjölbreytni að ráðrúm skólafólksins sjálfs þyrfti að vera meiri en enginn var með einhverja sýn á málið og það þykir mér miður. Við eigum að krefjast þess að pólitíkusar sinni þessum málaflokki, fái fólk í lið með sér sem hefur framtíðarsýnina og getuna til að greiða götur betra skólakerfis.

 


Niðurlæging.

Þetta er ótrúlegt! Árið er 2007 og ráðmenn þjóðarinnar sáu sér ekki fært að koma réttindum heyrnarlausra og heyrnarskertra á réttan kjöl. Á sama tíma og umfjöllun um heyrnarlausa og heyrnarskerta hefur verið hvað ægilegust.

Ég trúi því ekki að alþingismenn fái ekki skömmustutilfinningu þegar þessi mál bera á góma. Í alvörunni - ég skammast mín alla vega bara fullt fyrir að tilheyra þessu samfélagi þegar ég hugsa um réttleysið og niðurlæginguna sem þessi minnihlutahópur hefur þurft að þola alla tíð.

Mér finnst það algjörlega ólíðandi að sjá valdið nýtt með þessum hætti. Því það er þannig að sá sem fer með valdið traðkar á þeim sem undir eru og því þarf að breyta. Hrokinn er orðinn svo mikill að menn sjá ekki lengur lengra en nef þeirra nær. Ríkisstjórn Íslands á að skammast sín mikið!

 


mbl.is Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra vegna frumvarps um táknmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún og Ísland í dag (í gær)

Það var ótrúlega gaman að hlusta á okkar konu í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég efast ekki um að dvöl hennar í Svíþjóð hafi tvíeflt hana enda engin smá vítamínsprauta að hitta sínar líkar! Ingibjörg Sólrún sýndi í þessum þætti hvað hún er staðföst, trú sjálfri sér og orðum sínum, hversu heil hún er sem stjórnmálakona.

Ég undar mig alltaf jafnmikið á því hve mikið og oft er hægt að tala um Samfylkinguna í tengslum við eitthvað sem er ekki. Það er svo sjaldan sem talað er um Samfylkingum og ekki síst við Ingibjörgu Sólrúnu út frá því sem er. Alveg makalaust - en mér fannst Solla standa sig afar vel og koma því mjög vel til skila að það sem skiptir máli eru áherslur dagsins í dag til framtíðar en ekki áherslur fortíðarinnar. Það er nú einu sinni þannig að samfélagið tekur breytingum og við hljótum að þurfa að vinna út frá því hverju sinni. Sá flokkur sem ekki gerir það er ekki trúverðugur á vettvangi. Og afar sérstakt ef stefna hvers stjórnmálaflokks á að snúast um það sem liðið er en ekki það sem takast þarf á við í nútíð og framtíð... ótrúlegt hvernig er hægt að velta einum flokki upp úr slíkri vitleysu þegar sá hinn sami er sá eini sem sýnir verulega framsýni.

En sem sagt mér sýnist Ingibjörg Sólrún vera komin í fulla sókn og það geislar af henni þessa dagana!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband